25,000 einingar árið 2023
Rannsóknarstarf Running Tide ól af sér 25,000 einingar árið 2023, þar af er búið að afhenda 21,000.
Árið 2023 tókst teymi Running Tide að binda yfir 25,000 tonn af koltvísýringsígildum (CO2e) með því að skila kolefninu aftur úr hröðu hringrásinni í þá hægu. Fyrirtækið er þar með orðið leiðandi á heimsvísu í kolefnisbindingu í sjó.
Þar af er búið að afhenda 21,000 einingar til leiðandi kaupenda á sviði kolefniseininga á heimsvísu - þar á meðal Microsoft, Shopify, og Stripe.
Fréttatilkynning á PR NewsWire: Running Tide Delivers 21,000 Tonnes of Carbon Removal
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá yfirlit yfir starfsemi okkar og þeim árangri sem náðst hefur síðastliðið ár.
Árið 2023 var einnig viðburðaríkt fyrir Running Tide að öðru leyti:
🔬 Við vorum með fyrstu fyrirtækjum til þess að framleiða kolefniseiningar með kolefnisbindingu í sjó og afhentum þær til alþjóðlega vefverslunar fyrirtækisins Shopify, tæknirisans Microsoft, og fjártæknifyrirtækisins Stripe, auk annarra.
🌊 Formleg opnun Öldu líftækniseturs á Akranesi fór fram í maí. Þar fara fram þörungarannsóknir og þróun Running Tide á Íslandi.
⚓️ Við stofnuðum Hafbjörgu ásamt fleiri fyrirtækjum og stofnunum. Hafbjörg eru samtök um bætta heilsu hafsins, sem hefur það að markmiði að auka vitund og þekkingu á þeim hættum sem steðja að hafinu og tækifærunum á því að nýta hafið sem hluti af lausninni.
📝 Við vorum stofnaðili Reykjavík Protocol, sem eru meginreglur um framleiðslu kolefniseininga, þróaðar af leiðandi aðilum í kolefnisbindingu á heimsvísu.
👩🏼🏫 Við tókum þátt í ýmsum viðburðum, meðal annars Iceland Innovation Week, ársfundi samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, European Marine Biology Symposium, COP28 í Dubai og Slush í Helsinki
👫 Teymi Running Tide á Íslandi stækkaði og við bættum við okkur vísindafólki, líftæknifræðingum og hugbúnaðarsérfæðingum.
👨🏻🔬 Við náðum stórum áföngum í þróun og rannsóknum og hrintum af stað fyrstu botnsjávarrannsókninni á Íslandi, komum fyrir mælibauju við Akranes, áframhaldandi þróun kolefnisbauja stóð yfir og við hófum einnig tvær alþjóðlegar rannsóknir, aðra í Kanada og hina í heimskautahafinu.