Running Tide á COP 28
Rúm vika er liðin síðan að samþykkt náðist á COP28, og þó að við hefðum viljað að yfirlýsingar og niðurstöður samninga hefðu gengið lengra, þá er mörgu að fagna.
Við fundum fyrir raunverulegum meðbyr með frekari þróun kolefnis markaða og skölun á aðferðum til að binda kolefni í sjó. Helstu hápunktarnir fyrir okkur voru:
🌊 Að það er mikil aukning á áhuga á hafinu, ekki síst vegna framgangs mögulegra sjálfbærnilausna sem tengjast hafinu síðasta árið.
🌏 Að fólk hefur almennt heyrt um Running Tide byggt á því að við stöndum framarlega í heiminum á þróun kolefnisbindingu í hafi.
🇮🇸 Ísland hefur mikla sérkunnáttu á málefnum hafsins og loftslagsmála og hefur margt fram að færa á stóra sviði loftslagsmála.
Ferðin hófst á heilsdags ráðstefnunni Ocean Innovators Platform sem var skipulögð af Stofnun Prins Alberts II af Mónakó, en þar talaði Brad Rochlin, Director of Strategic Partnerships í panel um kolefnisbindingu og náttúrulegar lausnir.
Running Tide tók þátt í skipulagningu dagskrá Skála hafsins - Ocean Pavilion - en Skáli hafsins er samstarf helstu hafrannsóknarstofnana, góðgerðarfélaga og fyrirtækja á heimsvísu með þann tilgang að setja málefni hafsins í forgrunn á ráðstefnunni.
Running Tide stóð fyrir tveimur panelum í Skálanum, annars vegar Effective and Actionable Governance Frameworks for Marine Carbon Dioxide Removal þar sem Brad Rochlin talaði fyrir hönd okkar, og hins vegar panel með heitið Advancing the Policy Landscape for Responsible Marine Carbon Dioxide Removal þar sem Kristinn Hróbjartsson tók þátt.
Þá talaði Brad á viðburði hjá Climate Registry um kolefnisbindingu og mikilvægi sannprófana (e. verification) til að styðja við uppbyggingu iðnaðarins: Carbon Removal and the Importance of Verification to Scale Removals.
Að lokum var Kristinn, framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, beðinn um að flytja stutta tölu á bás Tanzaníu um nýsköpun í sjávarútvegi, og tók að því loknu þátt í panel um málið.