Um 40 fyrirtæki í náttúrutengdri kolefnisbindingu undirrita 'Reykjavik Protocol' til að auka gæði, minnka áhættu, og staðla markaði með einingar
Running Tide var einn stofnaðila yfirlýsingarinnar, en hún var unnin á fundi þeirra í Reykjavík.
Á nýlegum fundi sem haldinn var í Reykjavík skrifuðu og undirrituðu leiðandi aðilar á heimsvísu, tengdir kolefniseiningum, yfirlýsingu og meginreglur undir heitinu Reykjavik Protocol. Auk framleiðanda kolefniseininga sátu fundinn fulltrúar vísindastofnana og fræðafólk.
Meginreglunum er ætlað að búa til ramma fyrir aðila sem hyggjast framleiða kolefniseiningar, eða aðrar umhverfiseiningar (e. Environmental credit), með náttúrutengdum aðferðum. Markmið fundarins var að ræða hina innbyggðu áhættu í uppbyggingu núverandi kolefnismarkaðar.
Með því að setja fram meginreglur um hvernig framleiðendur geta með ábyrgum hætti komið lausnum sínum á markað og minnkað hagsmunaárekstra sem fyrir eru í iðnaðinum, reynum við að:
benda á slakan árangur núverandi markaða í áhættustýringu, sem hefur hindrað framgang þeirra,
auka gæði og stöðlun þeirra eininga sem eru framleiddar, og
stuðla að þróun góðs markaðsstrúktúrs, sem er forsenda skölunar náttúrulegra lausna.
(úr tilkynningu, lesið fréttatilkynninguna hér.)
Þeir aðilar sem tóku þátt í fundinum eru:
Lithos - Enhanced Rock Weathering - San Francisco, USA
Living Carbon - Biotech/Tree Planting - San Francisco, USA
Mombak - Amazon Reforestation - São Paulo, Brasil
Planetary - Ocean Alkalinity Enhancement - Nova Scotia, Canada
Running Tide - Ocean Health - Portland, ME, USA & Reykjavik, IS
UNDO - Enhanced Rock Weathering - London, UK
Yardstick - Soil Carbon Measurement - Oakland, USA
Til viðbótar við þessa aðila tóku vísinda- og fræðafólk frá Centre for Climate Repair at Cambridge, Ocean Frontier Institute, Ocean Networks Canada, og Yale Center for Natural Carbon Capture þátt í fundinum.