Running Tide á European Marine Biology Symposium
Fimmtugasta og sjötta EMBS var haldin á Íslandi og Running Tide tók virkan þátt í ráðstefnunni.
Fimmtugasta og sjötta ráðstefna European Marine Biology Symposium var haldin á Íslandi í síðustu viku, meira en tveimur áratugum eftir að hún var síðast á landinu. Síðan þá hafa orðið miklar breytingar á vistkerfi sjávar og álag aukist gríðarlega með súrnun og hækkandi hitastigi.
Running Tide tók virkan þátt í ráðstefnunni. Á öðrum degi ráðstefnunnar buðum við ráðstefnugestum í kokteil á skrifstofu okkar á Lækjargötu. Það var húsfylli á þennan viðburð og mjög áhugaverðar og skemmtilegar umræður sköpuðust.
Á miðvikudeginum kynnti Hildur Magnúsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Running Tide á Íslandi, veggspjald með yfirlit yfir rannsóknir Running Tide á Íslandi.
Á föstudeginum hélt Adam Baske, sem leiðir verkefni okkar á sviði líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfagreininga, fyrirlesturinn “Scaling the enhancement, monitoring, and quantification of biodiversity”. Kolefninsbinding í hafi er mikilvægt tól, en innihald fyrirlestursins fjallaði um þróun á öðrum lausnum sem Running Tide vinnur að samhliða til að greina og fylgjast með líffræðilegum fjölbreytileika.