Að gera meira gott, frekar en minna slæmt: Running Tide á Slush í Helsinki
Marty Odlin, framkvæmdastjóri Running Tide, talaði á Slush ráðstefnunni í Helsinki á dögunum.
Þegar við hugsum um loftslagsvánna nálgumst við það yfirleitt með hugarfari sem snýst um að lágmarka skaðann, en í erindi sínu velti Marty fyrir sér hvort við getum nálgast það öðruvísi hugarfari. Í staðinn fyrir að samþykkja að öll kóralrif muni deyja þegar hiti hækkar um tvær gráður, hvað ef við ímyndum okkur heim þar sem við skilum jörðinni til næstu kynslóðar í jafn góðu eða betra standi en hún er í dag.
En til að gera þá heimsmynd að veruleika þarf að innleiða réttu hvatana til að fólk geri meira gott, en ekki bara minna slæmt. Marty kynnti fyrir ráðstefnugestum Reykjavík Protocol, sem Running Tide er stofnaðili að, sem er rammi fyrir fyrirtæki sem vilja starfa í sjálfbæra gerianum.