Running Tide á nýsköpunarvikunni
Running Tide tók þátt í nokkrum viðburðum, bauð fólki á Akranes í tilefni OK bye, og var með opið hús á Breið.
Marty, stofnandi og forstjóri Running Tide tók þátt í pallborði á stóra sviðinu á OK bye, loftslagsráðstefnu Iceland Innovation Week. Þema ráðstefnunnar var hafið (vel við hæfi!) og panellinn sem Marty tók þátt í fjallaði um stórfyrirtæki og kaup þeirra á varanlegri kolefnisbindingu (e. carbon dioxide removal). Pallborðinu stýrði Mark Phillips frá McKinsey, og aðrir þátttakendur voru Moran Haviv frá Microsoft og frá Ellen Moeller frá Watershed.
Þá tók Kiddi, framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, þátt í pallborði í breakout session hluta af OK bye undir heitinu “Ocean CDR: How do we know what’s real.” Pallborðinu stýrði Snjólaug Árnadóttir, forstöðukona Centre for Law on Climate Change and Sustainability við Háskólann í Reykjavík, Brad Ack forstjóri Ocean Visions, Jóhann Þ. Bergþórsson frá Transition Labs og Anthony Bellafiore frá Katapult Ocean.
Eftir pallborðið var rútuferð með ráðstefnugesti á starfsstöðvar Running Tide á Akranesi, þar sem um 50 manns fengu yfirlitsfyrirlestur um mæli- og greiningartækni Running Tide, aðferðir okkar við að binda kolefni, og innsýn inn í þörungaræktina.
Þá tók Luke Rondel, yfirmaður vaxtar (e. VP of Growth) hjá Running Tide þátt í panel hýstum af Deloitte undir yfirskriftinni Geta bálkakeðjur aukið trúverðugleika kolefnismarkaða?.
Við sendum reglulega (svona 4-6 vikna fresti) út fréttabréf um það sem er nýtt að frétta hjá okkur. Skráðu þig hér að neðan.