Running Tide stækkar teymið á Skaganum
Líffræðingurinn Matthew Haynsen og líftækifræðingurinn Kristófer Arnar Júlíusson bætast í teymið á Skaganum
Líffræðingurinn Matthew Haynsen og líftækifræðingurinn Kristófer Arnar Júlíusson bætast í teymið á Skaganum. Þeir eru báðir ráðnir inn í teymið sem vinnur að uppskölun á stórþörungarækt í starfsstöð okkar Öldu á Akranesi, sem staðsett er í nýsköpunarsetrinu Breið í gamla HB húsinu.
Matthew er ráðinn sem macroalgae cultivation scientist og mun vinna að ræktun á beltisþara og maríusvuntu, sem verður notaður til að bidna kolefni á rúmsjó. Matthew er með doktorspróf frá The George Washington University og Smithsonian Institution. Eftir að hafa komið til Íslands í brúðkaupsferð árið 2016, ákvað hann að flytja til Íslands og hefja postdoc nám við Háskóla Íslands um erfðabreytingar í mismunandi tegundum þorsksins.
Kristófer er ráðinn sem macroalgae cultivation technician og mun einnig vinna innan teymisins sem starfar að stórþörungarækt en kemur með sérkunnáttu sína sem líftæknifræðingur. Kristófer starfaði áður hjá Alvotech við framleiðslu á frumum sem notaðar voru í lyfjaskyni. Hann er að læra líftækni við Háskólann á Akureyri og er Skagamaður, fæddur og uppalinn.
Við bjóðum þá Matthew og Kristófer velkomna í teymið okkar á Skaganum!