Út í djúpið: Running Tide í samstarfi um rannsóknir á hafsbotni í djúpsjó
Samstarf við AWI stofnunina í Þýskalandi og ONC í Canada um mikilvægar rannsóknir.
Á síðustu tveim vikum var sagt frá tveimur mikilvægum rannsóknarverkefnum sem Running Tide stendur að í samstarfi við alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir.
Fyrri rannsóknin er í samstarfi við kolefnisbindingarfyrirtækið Seafields og Alfred-Wegener stofnunina í haf- og heimskautafræðum í Bremerhaven, og miðar að því að skilja afdrif lífmassa, t.a.m. þörunga, á hafsbotni í djúpsjó og áhrif þess á umhverfið.
Seinni rannsóknin er í samstarfi við Ocean Networks Canada sem er í eigu Victoríuháskóla í Bresku Kolumbíu í Kanada, en þar var lífmassa sömuleiðis sökkt og verður hann vaktaður með tilliti til afdrifa og áhrifa á umhverfið.