Kolefnisflothylkin - þróun í samstarfi við náttúruna
Á síðatliðnum árum hefur Running Tide verið að þróa mismunandi tegundir af kolefnisflothylkjum
Running Tide hefur þróað kerfi til þess að hraða náttúrulegum ferlum hafsins við bindingu kolefnis og færa þannig kolefni úr hröðu kolefnishringrásinni í þá hægu. Nálgun okkar á kerfishönnun er að byrja einfalt og svo bæta við nýjum eiginleikum smátt og smátt.
Í stuttu máli má skipta aðferðum til að binda kolefni varanlega (þ.e. færa það í hægu hringrásina) í tvennt:
Aðferðir sem binda kolefni í lífmassa með ljóstillífun, og setja svo þann lífmassa undir mikinn þrýsting (t.d. djúpsjó, neðanjarðar, o.s.frv.) svo að kolefnið bindist varanlega.
Aðferðir sem kalla fram efnahvörf sem breyta kolefninu í stöðugra form, eins og t.d. bíkarbónat.
Margar mismunandi leiðir til að fanga og binda kolefni eru í deiglunni, en allar eiga það sameiginlegt að byggja á þessu tvennu. Hafið er stærsti kolefnisgleypir á jörðinni, og hafið hefur nokkrar leiðir til að færa kolefni í hægu hringrásina, sem tengjast fyrrnefndum aðferðum. Kerfi Running Tide miðar að því að magna upp þessa ferla sem þegar eiga sér stað, sérstaklega það sem á slæmri íslensku gæti kallast líffræðilega pumpan (e. biological pump) og leysnipumpan (e. solubility pump).
Helsta einkenni kolefnisbindingarkerfis okkar er kolefnisflothylkið. Margar tegundir flothylkja eru í þróun, og nota mismunandi efni til að binda kolefni varanlega, t.d. innihalda sumar þörunga en aðrar ekki. Í dag standa yfir tilraunir með kolefnisflothylki sem er unnið úr timbri húðað með kalksteinsefnum. Aðrar tegundir eru á mismunandi stigum þróunar - bæði á rannsóknarstofu sem og í fyrstu prófunum í hafi.
Við gerðum ítarlega grein fyrir þessu í pistli á vefsíðunni okkar: