#3: Fyrstu einingarnar, stefna BNA um kolefnisbindingu í hafi, mikilvægir áfangar í rannsóknum
Fréttabréf Running Tide á Ísland - September 2023
Sæl kæru áskrifendur,
Yfir sumarið bárust margar spennandi fréttir fyrir áhugafólk um hagsmuni hafsins. Bandaríska ríkisstjórnin birti stefnu fyrir kolefnisbindingu í hafi (e. Ocean CDR) í áætlun sinni um loftslagsaðgerðir í hafi. Í mánuðnum voru tilkynntir styrkir frá hafrannsóknastofnun BNA (NOAA) að heildarupphæð $24.3M (um 3.3 milljarðar króna) og Orkustofnun BNA (DOE) gaf út leiðbeiningar um kaup bandaríska ríkisins á varanlegri kolefnisbindingu. Frontier, stærsti forkaupsaðili heims (e. advance market commitment) í kolefnisbindingu, tilkynnti um nýjustu umferð af forkaupum á einingum, og fjárfestu þar á meðal í nokkrum verkefnum í kolefnisbindingu í hafi. Áhuginn á haftengdum lausnum er því augljóslega að aukast mikið.
En það eru ekki bara framfarir hjá iðnaðinum, við náðum líka mörgum mikilvægum áföngum í rannsóknar- og þróunarstarfi okkar á Íslandi. Þar ber helst að nefna stóra tilkynningu í lok sumars, þegar Running Tide afhenti fyrstu kolefniseiningar sínar til alþjóðlega vefverslunarfyrirtækisins Shopify. Shopify er einn fremsti fjárfestir í kolefnisbindingu í heiminum, og hefur gott orðspor sem málsvari ábyrgrar þróunar á kolefnisbindingu. Þetta er stór áfangi bæði fyrir fyrirtækið, en Ísland líka þar sem kolefniseiningarnar urðu til við rannsóknarverkefni hér á landi. Ísland er því fyrsta landið í heiminum til að búa til kolefniseiningar með kolefnisbindingu í hafi.
Running Tide tók einnig þátt í að skrifa Reykjavik Protocol, þar sem helstu fyrirtæki heims í náttúrutengdri kolefnisbindingu komu saman á Hótel Borg að ræða markaðinn með kolefnis- og aðrar umhverfiseiningar, áhættuna og það sem stendur markaðnum fyrir þrifum, m.a. mikla og óheppilega hagsmunaárekstra í núverandi valkvæða kolefnismarkaðnum.
Kristinn Árni L. Hróbjartsson
framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi
Helstu fréttir Running Tide
Tveir nýir starfsmenn uppi á Skaga - þeir Matthew og Kristófer hófu störf hjá okkur nýlega.
Við vorum á ráðstefnunni European Marine Biology Symposium, sem var haldin í fyrsta skipti á Íslandi í yfir tvo áratugi. Þar kynntum við bæði rannsóknarverkefnið á Íslandi og héldum fyrirlestur um verkefni á sviði líffræðilegrar fjölbreytni.
Við náðum stórum áföngum í rannsóknum á áhrifum á sjávarbotninn, þegar samstarfsverkefni okkar með Ocean Networks Canada og Alfred Wegener Institute var hrynt af stað.
Við gáfum út heilmikið efni:
Stjórnunarstefna (e. Governance principles) um ákvarðanatöku og gagnsæji.
Yfirlit yfir hvernig við nálgumst greiningu og mat á umhverfisáhrifum kolefnisbindingar í hafi.
Stefnu okkar um sjálfbæra birgðakeðju og ábyrgð í innkaupum.
Yfirlit yfir þróun á kolefnisflothylkjunum sem við notum til að binda kolefni.
Og síðast en ekki síst, afhentum við heimsins fyrstu einingar fyrir kolefnisbindingar í hafi til Shopify.
Annað áhugavert
Hægt er að lesa ítarlegan og góðan pistil Scientific American hér um kolefnisbindingu í hafi.
Ný rannsókn staðfestir að mannkynið er að lifa út fyrir takmörk plánetunnar, við höfum nú þegar farið yfir sex mörk og önnur tvö eru komin í hættu: mengun í andrúmslofti og súrnun sjávar.