Sjálfbær birgðakeðja: Stefna Running Tide í innkaupum
Kolefnisbinding á stórum skala krefst sjálfbærra virðiskeðja með "neikvæðri" losun. Innkaup í takt við það er lykilatriði.
Kolefnisbinding á stórum skala krefst þess að til staðar séu virðiskeðjur sem eru sjálfbærar, þar sem heildarlosun keðjunnar er neikvæð, þ.e.a.s. færir sem mest magn af kolefni úr hröðu kolefnishringrásinni í þá hægu. Það hversu vel Running Tide gengur að ná þessu markmiði byggir að miklu leyti á því hversu vel okkur tekst til að finna og kaupa inn það efni sem við nýtum í kolefnisbindingu.
Til að kolefnisbinding sé árangursrík í stóra samhenginu, verður kolefnisbinding að hafa hnattræn áhrif, og því er lykilatriði að þegar lausnir eru skalaðar upp fylgi ítarlegur skilningur á mögulegum áhrifum þess efnis sem er notað á umhverfið.
Rétt nálgun getur tengt saman hagsmuni allra í keðjunni og ýtt undir sjálfbæra nýtingu á landi, stutt við líffræðilegan fjölbreytileika og haft önnur jákvæð áhrif á loftslag og nærumhverfi. En sagan sýnir okkur að þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda á stórum skala, getur raunin verið að nýting þeirra hafi neikvæð áhrif á alla þessa þætti.
Til að koma í veg fyrir þann möguleika, drögum við lærdóm af öðrum iðnaði og vinnum með vísindafólki í að móta fyrstu innkaupastefnu Running Tide, en hún vinnur að því að minnka áhættu sem tengist innkaupum á efnum tengd verkefnum okkar í kolefnisbindingu.
Sjá meira: Running Tide’s Responsible Sourcing Strategy