Útgáfa stjórnunarstefnu Running Tide um ábyrgar loftslagsaðgerðir
Við þurfum að vinna hratt og ábyrgt til að ná fram nauðsynlegri þróun í kolefnisbindingu.
Við verðum að þróa og skala margs konar leiðir til þess að binda kolefni varanlega. Um þetta er samstaða í vísindum eins og hefur víða komið fram.
Kolefnisbinding í sjó er iðnaður í mótun sem mun eiga stórt hlutverk í að koma jafnvægi á loftslagið og skipta sköpun fyrir heilsu sjávar. En þrátt fyrir að neyðin sé mikil og nauðsynlegt að vinna mjög hratt, þá er mikilvægt að við gætum að ábyrgð í allri ákvarðanatöku.
Við tökum hlutverk okkar sem leiðandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki í kolefnisbindingu mjög alvarlega, og höfum því gefið út stjórnunarstefnu (e. Governance principles) fyrir Running Tide, sem hjálpar okkur að taka ákvarðanir á ábyrgan og gagnsæjan hátt.
Lestu stefnuna með því að fylgja hlekknum: