Hvernig Running Tide nálgast greiningu á umhverfisáhrifum
Síðasta ár hefur Running Tide unnið að rannsóknum og þróun til að skilja möguleg áhrif aðferða okkar við kolefnisbindingu á umhverfi og vistkerfi.
Running Tide þróar áhrifaríkar aðferðir til að bæta heilsu sjávar. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað sagt að til að við eigum einhvern raunhæfan möguleika á að halda hlýnun undir 1.5°C þá þurfi að þróa og skala upp varanlega kolefnisbindingu (e. Carbon Dioxide Removal).
Í samfloti við framþróun aðferða við að binda kolefni í hafi er nauðsynlegt að greina vandlega áhrif þeirra á vistkerfi og umhverfi til að tryggja að vinnan skili okkur til betri framtíðar. Á sama tíma, í ljósi mikils hraða þróunar á mismunandi tæknum og miklum mun milli mismunandi aðferða við kolefnisbindingu í hafi, og þess risastóra víðernis sem kolefnisbinding í hafi vinnur á, getur verið krefjandi að meta og greina áhættur sem eru sambærilegar þvert á iðnaðinn.
Síðasta árið hefur Running Tide unnið að kerfisbundinni aðferð við að meta og greina möguleg áhrif kolefnisbindingar í hafi á vistkerfi og umhverfi. Sem hluta af því, gáfum við út yfirlit yfir möguleg umhverfisáhrif.
Kynningarpóstur: Running Tide’s Approach to Evaluating Our Environmental Impact
Yfirlit um möguleg áhrif á umhverfi: Running Tide's Catalog of Environmental Exposures | Deloitte's review of the Catalog