Um Running Tide

Running Tide er alþjóðlegt loftslagsfyrirtæki á sviði sjávarheilsu. Við hönnum og þróum aðferðir sem hraða náttúrulegum ferlum hafsins til að binda kolefni og snúa við súrnun sjávar. Fyrirtækið bindur kolefni í sjó með því að sökkva kolefnisflothylkjum úr timbri, kalksteini og þörungum í djúpsjó. Þannig færum við kolefni úr hröðu kolefnishringrásinni í þá hægu.

Á Íslandi erum við með þrjár starfsstöðvar - skrifstofu í Reykjavík, líftæknisetur og rannsóknarstofu á Akranesi og framleiðslusvæði á Grundartanga. Hjá okkur starfa 15 manns auk 5-10 verktaka í hlutastörfum.

Viltu ganga til liðs við okkur?

Við auglýsum öll okkar störf á Alfred.is, svo við mælum með að þú fylgist með okkur þar.

Hvernig hef ég samband?

Ef þú ert að hugsa um annars konar samstarf eða almennar fyrirspurnir, þá máttu endilega senda póst á iceland@runningtide.com.