Af hverju Ísland?

Marty Odlin, stofnandi Running Tide, þekkir vel til Íslands frá því þegar hann rak lítið útgerðarfyrirtæki í Portland í Maine-fylki í Bandaríkjunum. Hann horfði til Íslands sem leiðandi aðila í sjálfbærum veiðum og hóf samstarf við íslensk fyrirtæki til að nútímavæða báta útgerðarinnar. Þessi þekking á hafinu á Íslandi og jákvæða reynsla var ástæðan fyrir því að Marty horfði til Íslands þegar Running Tide hóf leita að ákjósanlegum stað fyrir aðra starfstöð.

Íslandi er mjög ákjósanlegur staður fyrir kolefnisbindingar verkefni Running Tide. Það er greiður aðgangur að hafsvæðum með nægjanlegu dýpi og heppilegum hafstraumum fyrir verkefnið.  Íslensk orka er græn og stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að vera vagga nýrra lausna í baráttunni við loftslagsvána. Loks má nefna að Running Tide naut liðsinnis íslenska loftslagsfyrirtækisins Transition Labs við að koma upp starfsemi hér á landi. Allt þetta skapar góð skilyrði á Íslandi fyrir fyrirtæki líkt og Running Tide.