#2: Hitamet, ný rannsókn af stað og stækkandi teymi
Fréttabréf Running Tide á Ísland - Júlí 2023
Gleðilegan mánudag í júlí.
Á meðan að Íslensk náttúra keppist við að pumpa kolefni í hröðu hringrásina höldum við áfram að bæta við teymið og þróa og rannsaka aðferðir okkar til varanlegrar kolefnisbindingar í hafi. Sjáðu helstu fréttir frá okkur og áhugaverðar fréttir að utan hér að neðan.
Kristinn Árni L. Hróbjartsson
framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi
Helstu fréttir
Við gáfum út innkaupastefnu um ábyrg og sjálfbær innkaup vegna öruggrar og varanlegrar kolefnisbindingar. Hér má lesa pistil um stefnuna (á ensku) og hér er stefnan í heild sinni.
Í júní, eftir mikinn undirbúning, fór fyrsta botnsjávarrannsóknin okkar við Ísland af stað. Markmið hennar er að fylgjast með lífmassa sem bindur kolefni og er sökkt á hafsbotn og meta möguleg áhrif þess á sjávarbotninn.
Á síðustu mánuðum höfum bætt við okkur af starfsfólki. Annarsvegar stækkar vísindateymið með flottu vísindafólki á sviði sjávarlíffræði og líftækni og hinsvegar með stofnun hugbúnaðarteymis.
Running Tide var nýlega valið til þátttöku í Wells Fargo Innovation Incubator (IN2), samstarfsverkefni Wells Fargo Foundation og Rannsóknarsetur um Endurnýjanlega Orku hjá Orkustofnun Bandaríkjanna þar sem fyrirtæki fá styrk og stuðning til að þróa líffræði- og líftæknilegar lausnir og mótvægisaðgerðir við loftslagsbreytingum.
Það var fjallað um kollega okkar hjá Running Tide í St. Louis!
Annað áhugavert
☀️💨🔋 Uppsetning sólar- og vindorku og batterísinnviða er á undan áætlun til að ná Net Zero markmiðum Alþjóðaorkustofnunarinnar, byggt á nýrri greiningu frá RMI og Bezos Earth Fund. Fagna ber góðum fréttum!
🔥🔥🔥 Heimurinn heldur áfram að hitna. Og hitna. Og hitna. New York Times kallar daglegar loftslagshamfarir daglegt brauð.
🐟🐠🍤 Stockholm Resilience Center gaf út nýja rannsókn sem áætlar að 90% af fæðu sem við fáum úr hafinu séu “í mikilli hættu” vegna umhverfisáhrifa. Teymið skoðaði sautján áhættuþætti, t.d. hækkandi hitastig og hækkandi sjávarmál. Meira um rannsóknina á vefsíðu Stockholm Resilience Center.
🛳🚢⛴ Mikil umræða hefur verið nýlega í vísindasamfélaginu, vegna mögulegra hlýnunaráhrifa nýrra reglna Alþjóðahafmálastofnunarinnar (IMO) sem lágmarka leyfilegan útblástur breinnisteinstvíyldis (e. sulphur dioxide). Með minna brennisteinstvíyldi í loftinu myndast (mögulega) færri ský og því lendir meiri hiti á yfirborði hafsins í Norður Atlantshafi. Carbon Brief kafaði ofan í málið.