#5: Nýsköpunarvika, grein á Vísi og nýjar niðurstöður úr vísindarannsóknum
Gleðilega nýsköpunarviku!
Running Tide á Íslandi hefur alltaf verið ötull talsmaður nýsköpunarviku, og iðulega tekið þátt með einhverjum hætti. Í fyrra var Marty Odlin, stofnandi og forstjóri, á panel á stóra sviðinu, og við buðum ráðstefnugestum í heimsókn til okkar á Breið.
Þetta skiptið tökum við þátt í tveim viðburðum:
Í dag, fimmtudag, kl 14:00, tökum við þátt á panelnum Carbon Cleanup: Undoing Historical Emissions. Panellinn er á skrifstofu Transition Labs, Lækjargötu 2a, og fjallar um hlutverk kolefnisbindingar sem einskonar úrgangsvinnslu, en þema OK Bye í ár er Úrgangur.
Á morgun, föstudag, milli 15:00-18:00 tökum við þátt á opnu húsi á Breið vegna nýsköpunarviku, en Alda, þörungaræktin okkar og rannsóknarstofa, er staðsett þar. Hlekkur á viðburðinn.
Við skrifuðum grein í Vísi - Betur má ef duga skal - en hún fjallar um kolefnisbindingu og nauðsyn hennar:
Kolefnisbinding er nefnilega þjónusta sem í rauninni enginn vill að sé þörf fyrir. Hvorki við sem vinnum að því að búa hana til, né þau sem þurfa að kaupa hana, því hún er merki um mistök fortíðar og vanmátt okkar og tregðu til að bregðast við vandamálinu sem við stöndum frammi fyrir. En staðan í dag er sú að annað er ekki hægt, við verðum að gera allt sem við getum. Betur má, ef duga skal.
Norska hafrannsóknarstofnunin, Niva, birti nýlega veggspjald á ársþingi evrópskra jarðvísinda upp úr verkefni sem þau unnu fyrir okkur um greiningu á mögulegum umhverfisáhrifum af því að sökkva timbri (og kolefninu sem í því býr) á hafsbotn.
Niðurstöðurnar sýna að aðferðir okkar til kolefnisbindingar rúmast vel innan marka um viðunandi vatnsgæði samkvæmt Norskum stöðlum, og líklegt má telja að áhrif okkar á hafsbotninn útfrá áhrifum þess að vatnsgæði hafi verið lítil sem engin, líkt og við gerðum ráð fyrir.
Lesið meira hér: Niðurstöður greiningar á umhverfisáhrifum kynntar á ársþingi evrópskra jarðvísinda (EGU)
Við deildum upptöku af panel, sem var hýstur í tengslum við Loftslagsdaginn 2023, um kolefnisbindingu í hafi.