Kolefnisbinding í hafi: að sökkva lífmassa, auka basavirkni, og fleira í spennandi pallborði
Transition Labs hélt pallborðsumræður um kolefnisbindingu í hafi með leiðandi vísindamönnum og sérfræðingum í loftslagsmálum.
Nýlega birti Transition Labs áhugaverðar pallborðsumræður um kolefnisbindingu í hafi sem áttu sér stað í maí á síðasta ári, með leiðandi vísindamönnum og sérfræðingum í loftslagsmálum. Pallborðinu var stjórnað af Justin Ries, prófessor í sjávar- og umhverfisvísindum, við Northeastern University. Þátttakendur pallborðsumræðanna voru:
Jim Barry, yfirvísindamaður og sjávarvistfræðingur við Monterey Bay Aquarium Research Institute og stjórnarmaður Ocean Visions.
Andreas Oschlies, forstöðumaður rannsóknarsviðs Biogeochemical Modeling, hjá GEOMAR í Þýskalandi
Snjólaug Árnadóttir, dósent við lagadeild Háskóla Reykjavíkur (HR) og forstöðumaður sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar HR.
Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs hjá Hafrannsóknastofnun.
Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun
Farið var yfir helstu aðferðir í kolefnisbindingu í hafi líkt og að sökkva lífmassa, endurheimt vistkerfa sjávar, efnafræðilegar aðferðir til minnka áhrif súrnunar sjávar og aðferðir til þess að bæta við næringarefnum í sjó til þess að örva vöxt plöntusvifs og þar með ljóstillífun.
Okkur þykir sérstaklega vænt um orð sem Jim Barry, mjög virtur vísindamaður á sviði vistfræði djúpsjávar, lét falla í pallborðinu. Hann hafði nýverið séð aðstöðuna okkar bæði á Grundartanga þar sem við vorum að vinna timburkurl með kalksteini ("kolefnisflothylkin”) og líftækni- og rannsóknaraðstöðuna á Akranesi, og sagði í kjölfarið á pallborðinu:
“Running Tide er frábært dæmi. Þau eru þarna úti að gera það sem ég held að sé það rétta.”
Þá hrósaði Andreas Oschlies (mín 44) íslenskum stjórnvöldum sérstaklega fyrir að vera leiðandi í heiminum og taka skrefið að veita Running Tide rannsóknarleyfi fyrir kolefnisbindingu í hafi.
Pallborðið sammæltist um að stefnumótun og lagaramminn þurfi að þróast hratt til að ná utan um þessar nýju aðferðir en jafnframt aðlagast að yfirvofandi hættum sem stafa af loftslagsbreytingum.
Hægt er að horfa á þessar spennandi og upplýsandi umræðurnar í heild sinni hér.
Við þökkum Transition Labs kærlega fyrir að skipuleggja!