Niðurstöður greiningar á umhverfisáhrifum kynntar á ársþingi evrópskra jarðvísinda (EGU)
Running Tide fékk Norsku hafrannsóknarstofnunina NIVA til a vinna greiningu á áhrifum þess að sökkva lífmassa af landi (timbri) á sjávarbotninn.
Stór hluti af markmiðum Running Tide er að auka þekkingu og skilning á mögulegum áhrifum kolefnisbindingar í hafi. Til þess stundum við okkar eigin rannsóknir innanhúss og vinnum með leiðandi rannsóknarstofnunum að verkefnum sem tengjast því. Nýlega unnum við með NIVA, norsku hafrannsóknarstofnuninni, í greiningu á áhrifum þess að sökkva lífmassa af landi (þ.e.a.s timbri) á hafsbotn. Running Tide bað stofnunina um að meta lífefnafræðileg áhrif aðferða Running Tide á vatnsgæði.
Niðurstöðurnar sýna að aðferðir okkar til kolefnisbindingar rúmast vel innan marka um viðunandi vatnsgæði samkvæmt Norskum stöðlum, og líklegt má telja að áhrif okkar á hafsbotninn útfrá áhrifum þess að vatnsgæði hafi verið lítil sem engin, líkt og við gerðum ráð fyrir.
Stofnunin skrifaði matsgerð sem byggir á líkönum og fræðigreinum sem síðan var kynnt á alsherjarþingi Evrópska jarðvísindafélagsins (EGU general assembly) í apríl 2024.
Í stuttu máli var markmið verkefnisins að áætla hversu mikið mætti safnast upp af kolefni (í formi viðarkurls) á sjávarbotninum án þess að það hefði neikvæð áhrif á vatnsgæði. Niðurstöður NIVA sýna að þéttleiki efnis upp á 3600 gC/m² og 5 mm dýpt sé innan viðunandi vatnsgæða. Til samanburðar var þéttleiki efnis á hafsbotninum í tilraunafleytingum á Íslandi árið 2023 að hámarki 30 gC/m² og ~0,06 mm dýpt, eða meira en 100x undir mörkum. Þessi niðurstaða er í samræmi við okkar áætlanir eins og hefur komið fram áður.
Fyrir áhugasama má finna afrit af skýrslunni á skjalasvæðinu okkar, https://docs.runningtide.com:
Beinn hlekkur á skýrsluna og veggspjaldið.