KLAK heimsótti Running Tide
Running Tide tók á móti gestum frá KLAK á dögunum í Öldu, líftæknisetur okkar á Akranesi. KLAK er félag sem hefur það hlutverk að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. Í mars var viðskiptahraðall Klaks haldinn fyrir viðskiptahugmyndir og fyrirtæki á byrjunarstigi sem stuðla að hringrásarhagkerfinu og var því tilvalið fyrir þátttakendur í hraðlinum að kíkja til okkar í heimsókn.
Við kynntum starfsemina í Öldu og fórum yfir sögu Running Tide, sem byrjaði sem lítið sprotafyrirtæki í Maine og hefur nú vaxið í það að hafa tugi starfsmanna á Íslandi og í Bandaríkjunum. Það sköpuðust skemmtilegar umræður um frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og þau jákvæðu skilyrði sem leiddu til þess að Running Tide valdi Ísland til að setja upp fyrstu starfsstöð sína utan Bandaríkjanna. Það var virkilega gaman að taka á móti þeim og við þökkum KLAK fyrir góða heimsókn!