Running Tide eitt efstu 100 keppenda vegna XPRIZE - Carbon Removal verðlauna
Þessi eftirsóttu verðlaun gáfu út bók með topp 100 keppendunum nýverið.
Síðastliðinn miðvikudag kynnti forsvarsfólk XPRIZE - Carbon Removal yfirlit yfir þau 100 teymi á heimsvísu sem eru enn hluti af valinu til að vinna verðlaunin.
XPRIZE - Carbon Removal eru verðlaun til framúrskarandi lausna á sviði varanlegrar kolefnisbindingar, studdar af Elon Musk og Musk Foundation. Í verðlaun eru $100M sem dreifast milli efstu keppenda.
Til að sigra, þurfa keppendur að sýna virka lausn sem bindur að lágmarki 1,000 tonn af CO2-ígildum á ári, hafa áætlanir um kostnað og möguleika við 1 milljón tonna á ári, og sýna raunhæfan möguleika á að ná milljörðum tonna (gigatonnes) á ári í framtíðinni.
Hundruðir fyrirtækja og teyma skráðu sig til leiks, og er gaman að sjá að Running Tide og Carbfix, sem hvorutveggja eru með starfsemi á Íslandi, séu á listanum. Þannig er 2% listans á Íslandi sem hlýtur að vera einhverskonar heimsmet (miðað við höfðatölu!)