Running Tide á Fagráðstefnu Skógræktarinnar
Fagráðstefna skógræktarinnar fór fram dagana 21.-22.mars 2024 í Hofi Akureyri. Fagráðstefnan hefur verið haldin ár hvert síðan 2001 og var hún fjölmennari en nokkru sinni fyrr í ár.
Að vanda voru mörg fróðleg erindi og veggspjöld tengd íslenskri skógrækt, en ár hvert er nýtt þema og í þetta skiptið var það “Skógarauðlindin - innviðir og skipulag.” Þar komu fram mörg áhugaverð erindi um hversu fjölbreytt verðmæti skóga eru.
Helgi Guðmundsson, sérfræðingur hjá Running Tide, var með veggspjald á Fagráðstefnunni sem bar nafnið Forest Floor to Ocean Floor (Frá Skógarbotni til Hafsbotnar). Veggspjaldið innhélt upplýsingar um hvernig fyrirtækið hefur nýtt lífmassa úr skógum til þróunar á þörungavexti á hafi og að endingu bindingu kolefnisins í hafdjúpunum til árþúsunda.
Samhliða veggspjaldinu voru til sýnis þrjár mismunandi viðartegundir sem hafa verið nýttar í tilraunum á samspili viðar og þörungavaxtar á tilraunastofu okkar á Akranesi.
Einnig var til sýnis fljótandi viður af íslensku sitkagreni og stafafuru sem hefur verið í flottilraunum hjá Running Tide á Íslandi síðan í nóvember 2023.
Ráðstefnugestir voru mjög áhugasamir um hugmyndafræði Running Tide og sjá þarna nýja leið til nýtingu lífmassa úr fyrstu grisjunum skóganna í þágu kolefnisbindingar.