Rósetta Running Tide reddar rannsókn Rastar - og fær nýtt heimili hjá Hafró
Hafrannsóknarbúnaður nýtist Hafrannsóknarstofnun og hjálpar rannsókn Rastar sjávarrannsóknarseturs
Hluti af þeirri uppbyggingu innviða og fjárfestingum sem Running Tide réðst í voru uppsetning á tilraunastofu og kaup á hátækni hafrannsóknarbúnaði. Nú, þar sem við drögum saman seglin vinnum við ötullega að því að finna þeim innviðum og fjárfestingum sem við komum með til landsins ný heimili, yfirleitt á undirverði, sem kemur sér vel fyrir kaupendur!
Eitt af því sem við áttum var rósetta, sem sumt vísindafólk kallar mikilvægsta tólið í haffræði. Hún mun fá nýtt heimili hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands, og þykir okkur mjög vænt um það.
Við áætluðum að afhenda tækið eftir sumarfrí, en gerðum það nú í gær, til að “redda” Röst sjávarannsóknarsetri, sem stundar rannsóknir á sviði kolefnisbindingar í hafi (eins og við!).
Vísindafólk á þeirra vegum er statt hér í nokkrar vikur að gera rannsókn tengda kolefnisbindingu í hafi í Hvalfirði, en rósettan sem þau ætluðu að nota skemmdist.
Þá eru góð ráð dýr, enda lítið um rósettur á Íslandi — líklega því hér eru (allt of) fáir aðilar sem stunda hafrannsóknir á einhverjum skala. Eftir samtal við Röst og Hafró, stakk fólkið okkar til úr fríi og græjaði afhendingu hið snarasta til að hægt væri að framkvæma rannsóknina.
Við óskum Hafró til hamingju með nýja gripinn, og Röst velfarnaðar í sínum rannsóknum og vonum að hún nýtist vel!