Rannsóknarferð í Hvalfjörð
Vísindamenn Running Tide eyddu fimmtudegi í febrúar á sjó í rannsóknarleiðangri. Veðrið lék við hópinn þegar siglt var inn í Hvalfjörð á bátnum Emilíu og ýmsar mælingar framkvæmdar áður en haldið var heim á leið. Slíkar ferðir eru tíðar hjá fyrirtækinu enda er starfsfólk orðið fært í flestan sjó.