Björgunarsveitin Lífsbjörg aðstoðar Running Tide við endurheimt á mælibauju í Faxaflóa
Í þau örfáu skipti sem mælibaujur Running Tide reka á land við Íslandsstrendur eru þær sóttar um leið og færi gefst til. Nú hefur teymið okkar sótt baujur á Reykjanes, Snæfellsnes og Skaftárhrepp en Running Tide leggur mikla áherslu á að sækja öll mælitæki sem reka á staði sem þau eiga ekki að vera á. Að auki lærum við heilmikið af þessum tækjum um áhrif sjávar á skynjara og mælitæki sem nýtist í áframhaldandi þróun baujanna.
Í fyrri björgunarferðum hafa baujunar verið sóttar fótgangandi en ferðin sem farin var í janúar síðastliðnum var frábrugðin að því leyti að mælibaujan var sótt þegar hún maraði enn í sjó í Faxaflóa. Það þurfti að hafa hraðar hendur þar sem baujan var löskuð og teymið okkar hafði áhyggjur af því að hún myndi ekki ná landi áður en hún hætti að senda GPS merki um staðsetningu sína. Running Tide fékk því björgunarsveitina Lífsbjörg í Snæfellsbæ í lið með okkur við að endurheimta baujuna.
Sex manna áhöfn ásamt starfsmanni frá Running Tide lögðu af stað snemma morguns á björgunarbátnum Björg og sóttist ferðin vel þrátt fyrir hið íslenska veðurfar. Notast var við GPS hnit frá baujunni og fannst hún innan við fimm mínútna leit á svæðinu þar sem hún sendi inn síðustu hnit. Í heild tók sjóferðin um 8 klukkustundir og þakkar Running Tide áhöfn og skipinu Björg fyrir ómetanlega þjónustu og fagmennsku.